Aðalfundur Fjallalambs var haldinn í Svalbarði þann 29.apríl s.l. Fjallalamb veitir árlega viðurkenningar fyrir annars vegar hæsta meðalverð innlagðra dilka og hins vegar mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára. Viðurkenningu fyrir mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára hlutu þau Benedikt Líndal Jóhannesson og Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir Brúarlandi. Björn Víkingur afhendir hér Benedikt viðurkenninguna. Viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð innlagðra dilka haustið 2016 hlutu þeir. Daniel Hansen og Ómar V Reynisson Fögu Þistilfirði. Soffía Björvinsdóttir tekur hér við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra. Björn Víkingur afhendir hér Sigríði viðurkenninguna. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar