Hvammur 3 Þistilfirði Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson. Ólafur er þáttakakandi í : Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ólafur hóf búskap 2015. Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti Tunguseli, sem kallast Kambar, flatt valllendi, hrísmóar og hálfdeigjur. Þar var talin góð svarðartekja fyrr á árum. Vestur af bænum eru hallandi mýrar, móholt hér og hvar og fjær ásahryggir. Landamerki liggja að Gunnarsstaðalandi…
Nánar