Skip to main content
Flokkur

Uncategorized @is

Viðurkenningar á aðalfundi

Eftir Uncategorized @is
Fjallalamb veitir tvenn verðlaun á aðalfundi ár hvert. Verðlaun fyrir hæsta meðalver haustið 2017 en þau verðlaun fékk Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku en meðalverðið var 6.828,8 kr á dilk. Verðlaun fyrir mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu 3ja ára fengu þau Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir Ærlækjarseli. Kveðja Björn Víkingur
Nánar

Sláturtíð lokið.

Eftir Uncategorized @is
Sláturtíð haustið 2017 lokið. Kláruðum sláturtíð í haust föstudaginn 23.október.  Sláturtíð gekk með eindæmum vel. Meðalþungi lamba var nokkuð lægri en haustið 2016 eða 15,73 á móti 16,4 í fyrra. Fjöldi sláturfjár var um 29.900 sem er um 800 stk. meira  en 2016. Lömb voru almennt vel á sig komin en fitulítil fyrri hluta sláturtíðar. Það er svolítið undarlegt að þrátt fyrir þessa lækkun á meðalþunga þá er vöðvafyllingin meiri nú en 2016. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar

Áætlun seinni umferðar.

Eftir Uncategorized @is
Sælir bændur. Hér er áætlun seinni umferðar. Endilega komið með athugasemdir eins fljótt og hægt er. Smellið hér til að opna áætlunina. Við ætlum að klára alla mögulega heila bíla á bæjunum í vikunni 9-13.október. Eftir þá helgi munum við reyna að smala saman á bæjum sem eiga eftir fleiri en 100 lömb. Þetta er gert til að ná sem flestum lömbum áður en rolluslátrun hefst. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar