Skip to main content
Flokkur

Uncategorized @is

Afurðaverð haustið 2020

Eftir Uncategorized @is

Sælir bændur. Hér kemur afurðaverð til bænda haustið 2020. Smellið hér til að sjá verðtöflu. Þetta er um 12% hækkun frá verðskrá okkar haustið 2019. Meðalverð pr.kg.miðað við flokkun lamba haustið 2019 er 488 kr/kg. Ég við biðja þá sem ekki eru búnir að senda mér sláturfjártölu að koma þeim tölum til mín sem fyrst. Langar til að ná saman áætlun um helgina. Kveðja Björn Víkingur Björnsson    

Nánar

Takmarkanir á aðgengi að Fjallalambi venga Covid 19.

Eftir Uncategorized @is

Vegna Covid 19. Við erum búin að loka fyrirtækinu fyrir utanðkomandi heimsóknum. Hægt er fá vörur afgreiddar út úr fyrirtækinu gegn því að hringja og panta. Hringt verður síðan í viðkomandi og vörurnar verða síðan afgreiddar út fyrir dyr eða í bænda afgreiðslu. Ekki er lengur hægt að koma og fá vörur afhentar strax. Kveðja Björn Víkingur

Nánar

Fjallalamb hf greiðir 6% álag til bænda.

Eftir Uncategorized @is

Stjórn Fjallalmabs ákvað á fundi sínum þann 03.03.2020 að greiða 6% álag til bænda á verðskrá haustsins 2019. Þetta þýðir að meðalverð allra innlagðra dilka í Fjallalambi haustið 2019 verði 462 kr/kg. Þessar álagsgreiðslur bókast og verða greiddar inn á viðskiptamannareikninga bænda þann 20.04.2020 Kveðja Björn Víkingur Björnsosn

Nánar

Nýjar rekjanlegar vörur komnar á markað.

Eftir Uncategorized @is

Nú eru komnar nýjar rekjanlegar vörur frá okkur út á markað. Þarna erum við að stíga enn eitt skrefið í rekjanleikanlegu vörulínunni okkar. Þetta eru eingöngu kælivörur og fást einungis í Nettó búðunum. Þetta eru nýjar merkingar ásamt nýjum umbúðum og að sjálfsögðu merkt framleiðanda. Læt hér fylgja myndir af nokkrum vörunum. Kveðja Björn Víkingur

Nánar