Sláturtíð haustið 2017 lokið.
Kláruðum sláturtíð í haust föstudaginn 23.október. Sláturtíð gekk með eindæmum vel.
Meðalþungi lamba var nokkuð lægri en haustið 2016 eða 15,73 á móti 16,4 í fyrra.
Fjöldi sláturfjár var um 29.900 sem er um 800 stk. meira en 2016.
Lömb voru almennt vel á sig komin en fitulítil fyrri hluta sláturtíðar.
Það er svolítið undarlegt að þrátt fyrir þessa lækkun á meðalþunga þá er vöðvafyllingin meiri nú en 2016.
Kveðja Björn Víkingur Björnsson