Upprunamerktar nýjar afurðir eru nú að fara út á markað í dag og eftir helgi.
Fjallalamb stígur nú stórt skref í upprunamerkingu. Við höfum verið með 1/2 skrokka í kassa sem eru merktir framleiðenda.
Á þessum kassa er framleiðendanúmer. Þessu frameiðendanúmeri hefur svo verið hægt að fletta upp á heimasíðunni okkar.
Nú stígum við skrefinu lengra og erum búin að uppfæra alla heimasíðuna þar sem hver bóndi er með sína síðu. Eigendur snjallsíma geta nú skannað
vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli. Á hverri síðu bónda eru alskyns upplýsingar s.s. í hvaða verkefnum er bóndinn, afurðir síðasta árs, upplýsingar um jörðina ,myndagallerí og margt fleira.
Heimasíðan er snjallsímavæn þannig að mjög auðvelt er fyrir notendur snjallsíma að fara inn á hana.
Fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma er hægt að lesa framleiðendanúmerið á miðanum og fletta upp á því á heimasíðunni undir upprunamerkingu. (athugið að númer innleggjenda eru í röð á heimasíðunni).
Frekari upplýsingar um hvernig þetta er gert eru hér.
Til að byrja með þá verða til sölu heil og hálf læri, heilir og hálfir hryggir, frampartur grillsagður og frampartur súpusagaður.
Þessar vörur munu fást í flestum Krónubúðunum og verslunum Íceland til að byrja með.
Björn Víkingur Björnsson