Skip to main content

Ytra-Lón Langanesi.

Ábúendur: Sverrir Möller og Mirjam Blekkenhorst.

Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2019.

Bændur á Ytra-Lóni eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

  • Skógræktarverkefni.

Sverrir og Mirjam hafa búið á Ytra-Lóni síðan 1991.
Bærinn á Ytra-Lóni stendur u.þ.b. 3 km frá sjó. Unginn af landi jarðarinnar er
láglendi, að mestu flatar mýrar með lágum holtum og melabörðum á milli. Lónsá fellur
um túnið og þar sem hún rennur til sjávar myndar hún lón. Meðfram sjónum er
sandfjara og sendið vallendi. Meðfram Lónsá að norðan og vestan eru engjar
góðar. Stífluá heitir á sem kemur úr Hólsvatni, suðvestur af Ytra-Lóni, og fellur hún í
Lónsá sunnan við túnið á Ytra Lóni. Vestan við Hólsvatn er mólendi, „Grenjamór“, og
þar er sums staðar lágvaxið birkikjarr.
Austan Lónsár, úti undir sjó, er vatn er Ytra- Lón heitir, og má ætla að af því dragi
bærinn nafn nú. Fyrr (1703) var jörð á þessum slóðum er hét Kirkjulón.
Árið 1943 var byggt nýbýli úr landi Ytra- Lóns og nefnt Efra-Lón. Árið 1964 fer Ytra-
Lón í eyði og heldur þá jörðin nafni Efra- Lóns þar til árið 1997 er jörðin fær sitt
upprunalega nafn aftur, Ytra-Lón. Tún eru að mestu á framræstri mýri en
erfitt er að ná góðri framræslu sökum lítils halla. Á Ytra-Lóni er rekið sauðfjárbú, auk
gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Hlunnindi eru af reka, silungsveiði og æðarvarpi.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message