Syðri-Brekkur 2
Ábúendur:Kristín Kristjánsdóttir og Ulfar Þórðarson og Þórður Úlfarsson
Bændur á Syðri-Brekkum 2 eru þáttakendur í:
-
Gæðastýrðri sauðfjárrækt.
-
Bændur græða landið
Kristín og Úlfar hafa búið á Syðri-Brekkum frá árinu 1972. Þórður sonur þeirra Kristínar og Úlfars hefur nú keypt jörðina og mun hann taka formlega við búinu næstu áramót.
Syðri- Brekkur II standa sunnar en Syðri- Brekkur I og er land býlisins syðri hluti
gömlu Syðri-Brekkna ofan vegar. Eiga jarðirnar land undir fjalli til helminga.
Afrétt ofan fjalls á Brekknaheiði, sem er mjög gott og víðáttumikið sumarbeitiland,
er óskipt. Þá eru hlunnindi, s.s. veiðiréttur og reki, sameiginleg fyrir bæði býlin.
Fiská rennur úr Fiskárvötnum í Hafralónsá og ræður hún landamerkjum Hallgilsstaða
og Syðri-Brekkna. Selhólar heita grjóthólar, alllangt inn af
bæ á Syðri-Brekkum. Örnefni þetta, ásamt fleiri skyldum á þessum slóðum, bendir til
þess að þarna hafi verið haft í seli fyrr á tíð. Fallegur trjágarður, sem Sólveig Indriðadóttir
ræktaði, er innan girðingar við bæinn. Einnig vann Sólveig nákvæma örnefnaskrá
um jörðina.
Myndagallerý
Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr
Senda fyrirspurn á sveitabæ
Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ