Skip to main content

Syðri-Brekkur 2

Ábúendur:Kristín Kristjánsdóttir og Ulfar Þórðarson og Þórður Úlfarsson

Bændur á Syðri-Brekkum 2 eru þáttakendur í:

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

  • Bændur græða landið

Kristín og Úlfar hafa búið á Syðri-Brekkum frá árinu 1972. Þórður sonur þeirra Kristínar og Úlfars hefur nú keypt jörðina og mun hann taka formlega við búinu næstu áramót.
Syðri- Brekkur II standa sunnar en Syðri- Brekkur I og er land býlisins syðri hluti
gömlu Syðri-Brekkna ofan vegar. Eiga jarðirnar land undir fjalli til helminga.
Afrétt ofan fjalls á Brekknaheiði, sem er mjög gott og víðáttumikið sumarbeitiland,
er óskipt. Þá eru hlunnindi, s.s. veiðiréttur og reki, sameiginleg fyrir bæði býlin.
Fiská rennur úr Fiskárvötnum í Hafralónsá og ræður hún landamerkjum Hallgilsstaða
og Syðri-Brekkna. Selhólar heita grjóthólar, alllangt inn af
bæ á Syðri-Brekkum. Örnefni þetta, ásamt fleiri skyldum á þessum slóðum, bendir til
þess að þarna hafi verið haft í seli fyrr á tíð. Fallegur trjágarður, sem Sólveig Indriðadóttir
ræktaði, er innan girðingar við bæinn. Einnig vann Sólveig nákvæma örnefnaskráulfar 1
um jörðina.

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (needed)

    Netfang/email (needed)

    Skilaboð/ message