9893 Hámundarstaðir 2 Vopnafirði. Ábúendur: Hafdís Bára Óskarsdóttir og Jón Þór Dagbjartsson Hafdís og Jón fluttust í Hámundarstaði árið 2017. Ábúendur fram til ársins 2007 voru þau Ingileif og Guðni sem fluttust þá á Vopnafjörð. Silvia og Edze bjuggu síðan á jörðinni til 2015. Hámundarstaðir teljast innsti bær á Vopnafjarðarströnd. Jörðin er all stór. Þurrir bakkar eru meðfram sjónum og þar upp af hallalitlar mýrar, en nær fjallinu hallamýrar og mólendi upp á heiðarbrún. Í heiðinni er gróðurfar fjölbreytt, melar og holt,flóar,harðvelli og mólendi á víxl, allt fremur vel gróið. Vötn eru þar all nokkur. Fuglabjarganes skagar í sjó fram…
Read More