Skip to main content

9030

Laxárdalur Þistilfirði.

Ábúendur: Árni Gunnarsson

Við sauðfjárbúskap frá barnsaldri
Björg vinnur alfarið á búinu en Jóhannes er í hlutastarfi hjá Landbúnaðarháskólanum við kennslu og rannsóknir. Hann sinnir því á veturna og er alveg heima á sumrin. Jóhannes er með doktorspróf í fóðurfræði og Björg mastersgráðu í búfjárfræði. „Sumir segja að það sé vísasta leiðin til að allt sé í rugli að vera svona mikið menntaður – en við höfum nú líka reynsluna.

Fjallalamb 06Við erum alin upp við búskap bæði. Björg er alin upp á sauðfjárbúi í Dölunum. Við höfum bæði verið við sauðfjárbúskap frá því við vorum smákrakkar. Það er aðalbúgreinin hérna. Að vísu má þó segja að þetta sé álíka stórt í veltu hjá okkur, kjúklingarnir og sauðféð, en náttúrulega ákaflega ólíkar búgreinar. Það er miklu meiri vinna við féð en á móti kemur í kjúklingaræktinni að þar er miklu meira aðkeypt; mjög stór hluti veltunnar fer í fóður, ungakaup, spæni, kyndingu og fleira.

Þannig að framlegðin er lág á hvert kíló en mörg kíló framleidd á hverja vinnustund. Í sauðfjárræktinni er meiri framlegð á hvert kíló en miklu meiri vinna á bak við
hvert kíló. Það hefur margt breyst í sauðfjárræktinni en það er samt ekki hægt
að ganga nærri eins langt þar og í kjúklingaræktinni í að vélvæða.“

Hjónin Ólöf Björg og Jóhannes, ásamt yngsta barninu á bænum, Steinunni Lilju.
Skemmtilegt að vera í sambandi við kúnnann
„Það kemur vel út hjá okkur að reka þessar ólíku búgreinar saman. Við getum notað skítinn í áburð á tún og nýræktir. Við  fjölskyldan sjáum nánast alfarið um vinnuna sjálf. Líka þegar við erum að senda í sláturhús, við sjáum að mestu um tínsluna sjálf.

Fjallalamb

Fjallalamb

Við reynum náttúrulega að gera þetta þannig að skepnunum líði allan tímann sem best. Við erum svolítið að selja sjálf bæði silung og lambakjöt og aðeins líka kjúklinga. Okkur langar að þróa það áfram og þá er gott að vera með fleira en eitthvað eitt. Það er líka svolítið skemmtilegt að vera í sambandi við kúnnann.

Ég held að bændur mættu alveg vera það í meira mæli, því það er alltaf svolítil hætta á því að bændur sem frumframleiðendur verði undir í þessari keðju. Það eru oft stóru smásöluaðilarnir sem ráða verðinu og hvað fólk kaupir. En með því að vera með beina sölu markar maður sér ákveðinn bás. Það er gott finnst mér og spennandi.“

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf/necessary)

    Netfang/Email (þarf/necessary)

    Skilaboð/Message