Okkar takmark..

..er að skila af okkur gæðavöru á góðu verði í hendur neytenda

 

Stofnað árið 1990

Fjallalamb hf var stofnað árið 1990 og er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta

 

Tilgangur félagsins

Tilgangur félagsins er slátrun sauðfjár þeirra bænda sem að félaginu standa og vinnsla og sala búfjárafurða á sem hagstæðastan hátt undir eigin vörumerki

 

Fjallalamb. Norður-Þingeyskar náttúruafurðir.

Í því endurspeglast sú staðreynd að félagið starfar á svæði þar sem íslensk náttúra er hvað óspilltust og hráefnið er upprunnið frá frjósömum heiðarlöndum héraðsins.

 

Sauðkindin, eitt mikilvægasta nytjadýr þjóðarinnar.

Hér á þessari síðu getið þið fundið allar afurðir hennar.

 

Klifshagi 2 Öxarfirði.

Ábúendur Stefán Pétursson og Guðlaug Anna Ívarsdóttir.

 

Ærlækjarsel Öxarfiriði.

Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir.

 

Ærlækjarsel. Öxarfirði.

Ábúendur Eyrún Egilsdóttir og Bernharð Grímsson

1
1

Nýjustu fréttir

Allt það helsta sem er að gerast hjá Fjallalambi, Kópaskeri

Sláturtíð lokið

| Fréttir | No Comments
aldis2

Þann 21 október lukum við sláturtíð hér í Fjallalambi. Sláturtíð gekk vel enda hvorki gránaði jörð né hvítnaði. Það hefur ekki gerst oft. Slátrað var alls 29.071 gripum þetta haustið. Meðalþungi var 16.44 kg sem er um 900 grömmum þyngra en haustið 2015. Einkunn fyrir hold 9,24 og fitu 6,74. Það sem einkenndi lömb þessarar sláturtíðar var holdleysi. Lömb voru þung en fóru mikið í fituflokk 2. En almennt lömb mjög falleg og vel á sig komin. Vorum með mjög góða starfsmenn þetta haustið og hefur sláturlínan sjaldan gengið eins vel. Allir dagar kláraðir á tilsettum tíma. Kveðja Björn Víkingur…

 

Nánar >

Nýjustu tölur úr sláturtíð.

| Fréttir | No Comments
eyrun

Í lok dags 7. október var búið að slátra 18.591 stk. sem er 16.71 kg að meðaltali Einkunn fyrir hold er 9,27 og fitu 6,87. Dilkar eru almennt mjög fallegir og þungir en vantar aðeins meira hold. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Gangur sláturtíðar.

| Fréttir | No Comments
kopasker

Nú 30. september er slátrutíð nærri hálfnuð. Nú er búðið að slátra 13.100 lömbum með meðalþunga 16,91 kg. Einkunn fyrir gerð. 9,35 Einkunn fyrir fitu 6,88 Bestu kveðjur. Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Sláturfjáráætlun seinni umferðar.

| Fréttir | No Comments
22

Sælir bændur. Hér fyrir neðan er bréf sem sent var til bænda 26.09.2016. ásamt sláturfjáráætlun seinni umferðar. Bréf til bænda. Seinni áætlun. Vestursvæði. Seinni áætlun. Austursvæði. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess