Okkar takmark..

..er að skila af okkur gæðavöru á góðu verði í hendur neytenda

 

Stofnað árið 1990

Fjallalamb hf var stofnað árið 1990 og er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta

 

Tilgangur félagsins

Tilgangur félagsins er slátrun sauðfjár þeirra bænda sem að félaginu standa og vinnsla og sala búfjárafurða á sem hagstæðastan hátt undir eigin vörumerki

 

Fjallalamb. Norður-Þingeyskar náttúruafurðir.

Í því endurspeglast sú staðreynd að félagið starfar á svæði þar sem íslensk náttúra er hvað óspilltust og hráefnið er upprunnið frá frjósömum heiðarlöndum héraðsins.

 

Sauðkindin, eitt mikilvægasta nytjadýr þjóðarinnar.

Hér á þessari síðu getið þið fundið allar afurðir hennar.

1
1

Nýjustu fréttir

Allt það helsta sem er að gerast hjá Fjallalambi, Kópaskeri

Upphaf sláturtíðar.

| Fréttir | No Comments
1

Búið er að ákveða upphaf sláturtíðar. Slátrun hjá Fjallalambi mun hefjast þann 14. september n.k. Nánari upplýsingar verða birtar hér á vefnum síðar. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

10% aukning í sölu á grillkjöti.

| Fréttir | No Comments
Fjalallamb_logo

Mikil aukning er í sölu á grillkjöti frá Fjallalambi. Um er að ræða 10% aukningu” það sem af er sumri” miðað við  sumarið 2015. En Fjallalamb framleiðir 4 tegundir af grillkjöti. Lærissneiðar kryddaðar Sirloinsneiðar(mjaðamarsneiðar) kryddaðar. Skyndigrill (kryddaðar sirloinsneiðar) Kótelettur kryddaðar. Kveðja Björn Víkingur Björnsson    

 

Nánar >

Aðalfundur félagssins.

| Fréttir | No Comments
Fjallalamb logo

Aðalfundur félagssins verður haldinn föstudaginn  8.júlí n.k. í sal fyrirtækisins kl: 14.00 Hér getið þið séð dagskrá aðalfundar. Kveðja Björn Víkingur Björnsson  

 

Nánar >

Upprunamerktar afurðir að koma á markað.

| Fréttir | No Comments
Uppruni

Upprunamerktar nýjar afurðir eru nú að fara út á markað í dag og eftir helgi. Fjallalamb stígur nú stórt skref í upprunamerkingu. Við höfum verið með 1/2 skrokka í kassa sem eru merktir framleiðenda. Á þessum kassa er framleiðendanúmer. Þessu frameiðendanúmeri hefur svo verið hægt að  fletta upp á heimasíðunni okkar. Nú stígum við skrefinu lengra og erum búin að uppfæra alla heimasíðuna þar sem hver bóndi er með sína síðu. Eigendur snjallsíma geta nú skannað  vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli. Á hverri síðu bónda eru alskyns upplýsingar s.s. í hvaða verkefnum er bóndinn, afurðir…

 

Nánar >

Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess