Okkar takmark

..er að skila af okkur gæðavöru á góðu verði í hendur neytenda

 

Stofnað 1990

Fjallalamb hf var stofnað árið 1990 og er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta.

 

Stefna Fjallalambs

Það er staðföst stefna eigenda Fjallalambs að framleiða hreina og ómengaða vöru sem endurspeglar hreinar og ósnortnar afréttir NORÐUR-ÞINGEYJARSÝSLSU.

 

Fjallalamb. Norður-Þingeyskar náttúruafurðir.

Í því endurspeglast sú staðreynd að félagið starfar á svæði þar sem íslensk náttúra er hvað óspilltust og hráefnið er upprunnið frá frjósömum heiðarlöndum héraðsins.

 

Sauðkindin, eitt mikilvægasta nytjadýr þjóðarinnar.

Hér á þessari síðu getið þið fundið allar afurðir hennar.

 

Klifshagi 2 Öxarfirði.

Ábúendur Stefán Pétursson og Guðlaug Anna Ívarsdóttir.

 

Ærlækjarsel Öxarfiriði.

Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir.

 

Ærlækjarsel. Öxarfirði.

Ábúendur Eyrún Egilsdóttir og Bernharð Grímsson

1
1

Nýjustu fréttir

Allt það helsta sem er að gerast hjá Fjallalambi, Kópaskeri

Sláturtíð haustið 2017

| Uncategorized @is | No Comments
2

Ákveðið er að hefja sláturun fimmtudaginn 14.september. Bréf til bænda verður sent fljótlega ásamt sláturfjárloforði. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Innleggjendafundur

| Uncategorized @is | No Comments
eyrun

Innleggjendafundur verður í matsal Fjallalambs  miðvikudaginn 16 ágúst kl:18. Málefni fundarins er komandi sláturtíð og fyrirkomulag hennar. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Góð sala á grillkjöti.

| Uncategorized @is | No Comments
Fjallalamb logo

Sala á grillkjöti frá Fjallalambi gengur mjög vel. Aldrei hefur selst svona mikið af grillkjöti frá Fjallalambi frá upphafi. En til og með 11.júlí er um 20% aukning frá fyrra ári. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Viðurkenningar á aðalfundi.

| Uncategorized @is | No Comments
Fjalallamb_logo

Aðalfundur Fjallalambs var haldinn í Svalbarði þann 29.apríl s.l. Fjallalamb veitir árlega viðurkenningar fyrir annars vegar hæsta meðalverð innlagðra dilka og hins vegar mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára. Viðurkenningu fyrir mestu meðaltals framfarir í sauðfjárrækt síðustu þriggja ára hlutu þau Benedikt Líndal Jóhannesson og Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir Brúarlandi. Björn Víkingur afhendir hér Benedikt viðurkenninguna. Viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð innlagðra dilka haustið 2016 hlutu þeir. Daniel Hansen og Ómar V Reynisson Fögu Þistilfirði. Soffía Björvinsdóttir  tekur hér við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra. Björn Víkingur afhendir hér Sigríði viðurkenninguna. Kveðja Björn Víkingur Björnsson

 

Nánar >

Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess