Okkar takmark

..er að skila af okkur gæðavöru á góðu verði í hendur neytenda

 

Stofnað 1990

Fjallalamb hf var stofnað árið 1990 og er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta.

 

Stefna Fjallalambs

Það er staðföst stefna eigenda Fjallalambs að framleiða hreina og ómengaða vöru sem endurspeglar hreinar og ósnortnar afréttir NORÐUR-ÞINGEYJARSÝSLSU.

 

Fjallalamb. Norður-Þingeyskar náttúruafurðir.

Í því endurspeglast sú staðreynd að félagið starfar á svæði þar sem íslensk náttúra er hvað óspilltust og hráefnið er upprunnið frá frjósömum heiðarlöndum héraðsins.

 

Sauðkindin, eitt mikilvægasta nytjadýr þjóðarinnar.

Hér á þessari síðu getið þið fundið allar afurðir hennar.

 

Klifshagi 2 Öxarfirði.

Ábúendur Stefán Pétursson og Guðlaug Anna Ívarsdóttir.

 

Ærlækjarsel Öxarfiriði.

Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir.

 

Ærlækjarsel. Öxarfirði.

Ábúendur Eyrún Egilsdóttir og Bernharð Grímsson

 

Norðurljós í apríl.

1
1

Nýjustu fréttir

Allt það helsta sem er að gerast hjá Fjallalambi, Kópaskeri

Grillkjöt

| Uncategorized @is | No Comments
Nú er hægt að skoða allar þær grilltegundir sem við erum með. Smeltu á myndina eða smella  hér.

Takmarkanir á aðgengi að Fjallalambi venga Covid 19.

| Uncategorized @is | No Comments
Vegna Covid 19. Við erum búin að loka fyrirtækinu fyrir utanðkomandi heimsóknum. Hægt er fá vörur afgreiddar út úr fyrirtækinu gegn því að hringja og panta. Hringt verður síðan í viðkomandi og vörurnar verða síðan afgreiddar út fyrir dyr eða í bænda afgreiðslu. Ekki er lengur hægt að koma og fá vörur afhentar strax. Kveðja Björn Víkingur

Fjallalamb hf greiðir 6% álag til bænda.

| Uncategorized @is | No Comments
Stjórn Fjallalmabs ákvað á fundi sínum þann 03.03.2020 að greiða 6% álag til bænda á verðskrá haustsins 2019. Þetta þýðir að meðalverð allra innlagðra dilka í Fjallalambi haustið 2019 verði 462 kr/kg. Þessar álagsgreiðslur bókast og verða greiddar inn á viðskiptamannareikninga bænda þann 20.04.2020 Kveðja Björn Víkingur Björnsosn

Nýjar rekjanlegar vörur komnar á markað.

| Uncategorized @is | No Comments
Nú eru komnar nýjar rekjanlegar vörur frá okkur út á markað. Þarna erum við að stíga enn eitt skrefið í rekjanleikanlegu vörulínunni okkar. Þetta eru eingöngu kælivörur og fást einungis í Nettó búðunum. Þetta eru nýjar merkingar ásamt nýjum umbúðum og að sjálfsögðu merkt framleiðanda. Læt hér fylgja myndir af nokkrum vörunum. Kveðja Björn Víkingur

Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess