Skilmálar Fjallalambs fyrir netverslun.
- Fjallalamb hf
- Röndin 3
- 670 Kópasker
- Sími 4652140
- sala@fjallalamb.is
Almennt
Fjallalamb áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Fjallalamb áskilur sér rétt til að hætt við pantanir,breyta afhendingartíma og svo framvegis.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Þó með þeim fyrirvara að ef mikið er um pantanir þá gæti dregist að afgreiða og senda. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Öllum pöntunum er dreift með Eimskip(Flytjanda) til allra áfangastaða innanlands.
Af öllum pöntunum dreift með Eimskip/Flytjanda gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Eimskip/Flytjanda um afhendingu vörunnar.
Fjallalamb ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá (nafn fyrirtækis) til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Reynist vara gölluð eða ekki eins og hún á að vera munum við endurgreiða vöruna eða senda samskonar vöru til kaupanda. Sé varan ekki til verður hún greidd inn á kort viðkomandi.
Netverð
Vinsamlegast athugið að netverð geta breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti og reikningar gefnir út með honum.
Sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Eimskip/Flytjanda að vöruafgreiðslu þeirra sem næst er kaupanda. Kaupandi fær síðan skilaboð í síma þegar varan er kominn á þá vöruafgreiðslu. Sendingarkostnaður upp að 20 kg.er 2600 kr. Ef pöntuð eru 20 kg. eða meira þá sér Fjallalamb um flutninginn.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.