Skip to main content

 

Bréf til bænda

Kópaskeri 29.ágúst 2019

Kæru framleiðendur.

Meðfylgjandi bréfi þessu er sláturfjáráætlun fyrri umferðar. Reynt er að hagræða sláturtölum í fyrri umferð þannig að það passi sem best á bíla og er því ekki endilega hlutfall fjárfjölda hvers og eins innleggjenda sem ræður heldur fjárflutningabíllinn. Einnig höfum við ákveðið að slátra ekki einhverja föstudaga. Þetta er gert í hagræðingarskyni og til þess að lengja aðeins tímann milli sláturumferða. Það er þó þannig að ef aðstæður breytast t.d. tíðarfar munum við slátra alla daga. Allar upplýsingar eru settar inn á www.fjallalamb.is og fésbókarsíðu innleggjenda.

Taka þarf öll lömb af káli 2-3 dögum fyrir flutningsdag. (mjög mikilvægt)

Sláturgripir þurfa að vera tilbúnir til flutnings kl:12 að hádegi á flutningsdegi.

Öllum litamerktum gærum og tvíreyfum er hent. Endilega varist því notkun á öllum litum eins og kostur er.

Heimtaka á fullorðnu.

Hægt er að slátra fullorðnu í eigin birgðir sé það sótt á 3.degi. Við geymum ekki ærkjöt í eigin birgðum lengur en það. Ef bændur vilja láta okkur vinna kjöt af fullorðnu verður það að vera tekið í heimtöku í fjallalambsbirgðum.

Heimtaka á lömbum.

Hægt verður að geyma allt að 15 lambskrokka sem slátrað er í eigin birgðir á hvern bónda. Fari fjöldi yfir 15 stk skal sækja umframmagnið innan 3ja sólahringa frá sláturdegi. Ef ekki tekst að ná í þá innan þessa tímaramma þá verða þeir sendir heim til framleiðenda.

Eins og fyrri ár þá verður ekki tekið við sögunarbeiðnum á eigin birgðum í lambi fyrr en eftir 1. Nóvember. Við munum hins vegar afgreiða fjallalambsbirgðir eftir óskum.

Hrútakjöt til færeyja.

Við munum greiða 100kr/kg fyrir hrútakjöt. Mikilvægt að fá þá sem fyrst í september.

Athugið. Lömb undir 10 kg. fara sjálfkrafa í heimtöku.

1.dags afgreiðslufrestur er á öllum sögunar,afgreiðslupöntunum. Við munum þó afgreiða samdægurs ef tími er til.

Opnunartími í frystihólfageymslu frá og með 1.september 2019.

Mánudaga til fimmtudaga 7-16.00

Föstudaga 7-12.00

Vinnslu og sögunarbeiðnir.

Við óskum eftir því að fá sem flestar sögunar og vinnslubeiðnir ásamt pöntunun í tölvupósti á arna@fjallalamb.is Nú er einnig hægt að panta sögun á skrokk á heimasíðunni okkar www.fjallalamb.is og smellið síðan á panta skrokk. En þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti eða interneti hringja bara í okkur í síma 4652140.

 

Bestu kveðjur

Björn Víkingur Björnsson