Ágætu innleggjendur

Kæri innleggjandi.                                                                     Kópaskeri 11.ágúst 2016

 

Fyrst þetta…

Við stefnum að því að hefja sláturtíð  14.september og hefst slátrun eftir hefðbundinni áætlun frá þeim degi.

Sláturtölur og óskir varðandi slátrun þurfa að berast okkur fyrir mánudaginn 24.ágúst .

Hægt er að fylla út sláturfjárloforð á netinu www.fjallalamb.is og undir liðnum bændur og þar er smellt á sláturfjárloforð. Einnig er hægt að hringja í okkur 4652140 eða senda tölvupóst á fjallalamb@fjallalamb.is.

Við reiknum ekki með því að senda nýja beiðni um sláturfjárloforð eftir að verðskrá liggur fyrir heldur óska ég eftir því að ef einhverjar breytingar verða hjá bændum varðandi sláturfé að þeir láti okkur vita. Ef þeir gera það ekki  reiknum við með því að tölur standist.

Ef bændur eru með sérstakar óskir um slátrun eða fyrirkomulag slátrunar, þá endilega látið það fylgja sláturtölum.

Afar mikilvægt er að sláturfjártölur standist.

Afurðaverð haust 2016.

Ekki hefur verið gefið út afurðaverð til bænda en það verður gert um leið og hægt er.

Ég vil hvetja bændur til að fylgjast vel með heimasíðunni www.fjallalamb.is en þar verður verðskráin birt um leið og hún verður gefin út.

Bændasögun og vinnsla.

Ég vil biðja þá bændur sem enn eiga kjöt utan frystihólfa (þar með talið kjöt í eigin birgðum) að hreinsa það upp og koma því annaðhvort í frystihólf eða heim fyrir 1. september.

Það kjöt í eiginbirgðum sem ekki verður búið að gera grein fyrir fyrir 1. Sept. færist sjálfkrafa í fjallalambsbirgðir. Við þá  færslu þá gjaldfærast 1100 kr.á hvern skrokk.

Heimtaka haustið 2016.

Frekara fyrirkomulag heimtöku og nánari upplýsingar varðandi slátrun og sláturtíð mun fylgja með sláturfjáráætlun sem ég mun senda ykkur síðar.

 

 

Bestu kveðjur

Björn Víkingur Björnsson