Tillaga að suðu á hangikjöti.
ATH. Þessar upplýsingar miðast við það að kjötið sé ófrosið.
Kalt hangikjöt. þá skal hangikjötið sett í pott og kalt vatn sett út í þannig að rétt fljóti yfir kjötið . Látið suðuna koma rólega upp og látið sjóða í um það bil 40. mínútur fyrir hvert kg.af kjöti.
Slökkvið þá á hellunni og látið kólna í soðinu.
Heitt hangikjöt. Þá skal hangikjötið sett í pott og kalt vatn sett út í þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í um það bil 50. mínútur á hvert kg. af kjöti.
Hangikjöt af fullorðnu eða veturgömlu(Sauða).
Ef nota á hangikjötið kalt þá skal hangikjötið sett í pott og kalt vatn sett út í þannig að rétt fljóti yfir kjötið . Látið suðuna koma rólega upp og látið sjóða í um það bil 60. mínútur fyrir hvert kg.af kjöti.
Slökkvið þá á hellunni og látið kólna í soðinu.
Ef nota á hangikjötið heitt þá skal hangikjötið sett í pott og kalt vatn sett út í þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í um það bil 60. mínútur á hvert kg. af kjöti.
Kveðja Fjallalamb hf.