Skip to main content

Upprunamerktar afurðir að koma á markað.

Eftir Uncategorized @is
Upprunamerktar nýjar afurðir eru nú að fara út á markað í dag og eftir helgi. Fjallalamb stígur nú stórt skref í upprunamerkingu. Við höfum verið með 1/2 skrokka í kassa sem eru merktir framleiðenda. Á þessum kassa er framleiðendanúmer. Þessu frameiðendanúmeri hefur svo verið hægt að  fletta upp á heimasíðunni okkar. Nú stígum við skrefinu lengra og erum búin að uppfæra alla heimasíðuna þar sem hver bóndi er með sína síðu. Eigendur snjallsíma geta nú skannað  vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli. Á hverri síðu bónda eru alskyns upplýsingar s.s. í hvaða verkefnum er bóndinn, afurðir…
Nánar

Ný heimasíða.

Eftir Uncategorized @is
Við höfum nú sett upp nýja heimasíðu fyrir Fjallalamb hf. Þessi síða er snjallsímavæn og með áherslu á upprunamerkingar. Nýjar upprunamerktar vörur eru nú á leið út á markað frá okkur nú í lok júní eða byrjun júlí. Læt ykkur vita strax og það gerist. Kveðja Björn Víkingur Björnsson
Nánar

9021

Eftir Upprunamerkingar
Sveinungsvík Þistilfirði Ábúendur: Árni Gunnarsson Á lista RML 2019.yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Sveinungsvíkurbændur eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Árni tók við búi af foreldrum sínum árið 2013. Hrútur frá Árna fékk viðurkenninguna  "Besti ærfaðirinn" fyrir árið 2015. Sjá umfjöllun hér  í bændablaðinu bls. 16. Sveinungur nam land í Sveinungsvík. Bærinn stendur á vesturbakka Sveinungsvíkurár, ásamt útihúsum, örstutt fá sjónum. Takmarkað lágt og flatt land er inn af víkinni. Næst sjónum er sendið og þurrt valllendi. Allhátt land er í sjó fram beggja megin víkurinnar, að vestan Súlur en að austan Landsendi. Stutt…
Nánar

9348

Eftir Uncategorized @is
Keldunes Kelduhverfi. Ábúendur:  Bára Siguróladóttir. Bændur í Keldunesi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi ábúendur hafa búið í Keldunesi síðan 1971. Keldunes II er nýbýli, stofnsett 1953 af Sigtryggi Jónssyni og k.h. Rakel Sigvaldadóttur. Þeir tvíburabræður, Sigtryggur og Karl Helgi, skiptu þá Keldunesi á milli sín en árið 1935 hafði bróðir þeirra, Jóhannes, byggt Framnes á 1⁄3 jarðarinnar. Um land og engjar er sama að segja og um Keldunes I enda öll nýting sameiginleg. Fyrrum átti Keldunes reka en hann komst í eigu Múlakirkju og var síðar seldur bóndanum í Arnanesi og fylgir nú þeirri jörð. Svo lengi sem menn muna hafa sumar uppspretturnar…
Nánar

9379

Eftir Upprunamerkingar
Hvammur 3 Þistilfirði Ábúendur: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson. Ólafur er þáttakakandi í : Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Ólafur hóf búskap 2015. Áður fyrr voru bæjarhús í Hvammi á hólbungu örstutt frá ánni, nokkru sunnar en nú. Þar reistu afkomendur Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem bjuggu langa búskapartíð í Hvammi, þeim minnisvarða árið 1980. Sunnan við þetta gamla bæjarstæði rennur bæjarlækurinn í alldjúpum farvegi. Sunnan við lækinn eru nokkuð háir malarkambar; tekur þá við víðáttumikið svæði langleiðina á móti Tunguseli, sem kallast Kambar, flatt valllendi, hrísmóar og hálfdeigjur. Þar var talin góð svarðartekja fyrr á árum. Vestur af bænum eru hallandi mýrar, móholt hér og hvar og fjær ásahryggir. Landamerki liggja að Gunnarsstaðalandi…
Nánar

9378

Eftir Upprunamerkingar
Hóli og Höfði við Raufarhöfn. Ábúendur: Nanna Steina Höskuldsdóttir og Steinþór Friðriksson. Bændur á Hóli og Höfða eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Nanna og Steinþór hófu búskap árið 2015 en foreldrar Nönnu bjuggu á jörðinni. Höfði er 1⁄3 hinnar fornu Hólsjarðar, sá partur er fékk nafnið Hóll II við jarðaskiptin 1922. Hjónin Árni Pálsson og Friðný E. Þórarinsdóttir, sem búið höfðu á Hóli II frá 1927, reistu sér nýtt íbúðarhús 1950 og nefndu bæ sinn Höfða. Það nafn fengu þau einnig lögfest á jörðinni. Beitar- og ræktunarland Hólsjarða er óskipt, en reka og öðrum hlunnindum er skipt eftir stærð. Árið 1964 kaupir Þorsteinn Steingrímsson, f. 8. mars…
Nánar

9377

Eftir Upprunamerkingar
Brúarland 2  Þistilfirði. Ábúendur: Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson. Bændur á Brúarlandi eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Núverandi bændur hófu búskap 2012. Árið 1945 byggðu Jónas Aðalsteinsson frá Hvammi og k.h. Anna G. Jóhannesdóttir frá Gunnarsstöðum nýbýlið Brúarland í Gunnarsstaðalandi og fengu 7⁄24 hluta af landi og hlunnindum allrar jarðarinnar. Bæjar- og útihús standa á melbrún, örstutt frá þjóðvegi vestan Hafralónsár, nærri brúnni. Suður og niður af bænum er slétt valllendisnes við ána, nefnt Eyja; var áður engi, nú grasgefið tún. Lækur rennur eftir dálitlu dragi eða dalverpi sunnan við bæinn í ána norðan við Eyjuna; heitir þar Merkidalur. Sunnan við lækinn heitir Búðarhöfði vestan við…
Nánar

9366

Eftir Upprunamerkingar
Hallgilsstaðir 2 Langanesi. Ábúendur: Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015 og 2017. Bændur á Hallgilsstöðum 2 eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Brynja og Ingi hófu búskap á Hallgilsstöðum árið 2015. Bær á Hallgilsstöðum II stendur litlu vestar á nesinu en Hallgilsstaðir I. Tún eru innar af túni á Hallgilsstöðum I og norðan þjóðvegar í Dómsneshólma. Stöðugt gengur á gömlu bæjartúnin því Hafralónsá brýtur úr hinum háa árbakka sunnan íbúðarhúss og á nú tæpa hundrað metra eftir í húsvegg. Úthagi er óskiptur á milli jarðarparta. Í gömlu skjali er frá því skýrt að 1741…
Nánar