Skip to main content
Flokkur

Upprunamerkingar

9168

Eftir Upprunamerkingar
Fell Langanesströnd. Ábúendur: Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir. Bændur á Felli eru þáttakendur í : Bændur græða landið   Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bærinn Fell á Langanesströnd er staðsettur rétt suð-austur af Gunnólfsvík sem ber nafn af Gunnólfsvíkurfjalli en þar er ratsjárstöð sem bandaríski herinn rak en er nú rekinn af íslenska ríkinu. Beðið er eftir nánari lýsingu ábúenda og eigenda. Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ
Nánar

9118

Eftir Upprunamerkingar
Fjallalækjarsel Þistilfirði. Ábúendur: Gunnar Þorleifsson og Ina Leverköhne. Bændur í Fjallalækjarseli eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þau Gunnar og Ina hafa stundað búskap í Fjallalækjarseli síðan 2010. Vegur liggur þangað af þjóðvegi við Svalbarðsárbrú, suður með ánni að austan og framhjá eyðibýlinu Svalbarðsseli. Skammt austan við Litla-Kvígindisfjall stendur bærinn ásamt útihúsum á lágum mel. Til suðurs eru flóar og lækjardrög. Þar var víða allgott engi áður fyrr en í norður lágar móabungur. Þar eru nú tún. Sumarhagar eru góðir og kjarngott beitiland þegar til næst. Telja má snjóþungt enda jörðin lengst og hæst frá sjó af byggðum bæjum í sveitinni. Landareignin nær að Sandá við Fossagljúfur, um Litla…
Nánar

9114

Eftir Upprunamerkingar
Presthólar Núpasveit. Ábúendur: Sigurður Árnason og Alda Jónsdóttir. Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML.framleiðsluárið 2019 Bændur á Presthólum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Skógræktarverkefni Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Þau Sigurður og Alda hafa stundað búskap í Presthólum frá árinu 1990. Presthólar er gamalt prestssetur og þingstaður og þar stóð kirkja svo lengi sem vitað er og fram til ársins 1929 að hún var rifin og byggð kirkja í landi Snartarstaða. Margir kunnir klerkar sátu á Presthólum á fyrri tíð og síðastur var þar prestur séra Halldór Bjarnarson, sem sat staðinn til 1936. Jörðin hefur alltaf þótt farsæl, einkum fyrir sauðfé. Hún er landstór til…
Nánar

9110

Eftir Upprunamerkingar
Ærlækjarsel Öxarfirði. Ábúendur: Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir. Bændur í Ærlækjarseli eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Bæð Eyrún og Bernharð hafa stundað búskap í Ærlækjarseli síðan árið 2000. Býlið er reist sem nýbýli 1954 af Grími Birni Jónssyni, f. 25. ágúst 1925 í Ærlæjarseli, og konu hans, Erlu Bernharðsdóttur, f. 25. ágúst 1931 á Hjalteyri, á hluta af landi Ærlækjarsels og eyðibýlinu Hróastöðum en lönd þeirra jarða lágu saman. Bæjarhús standa nokkrum metrum sunnar en íbúðarhús Ærlækjarsels 1 en gripahús norður af íbúðarhúsunum, að mestu sambyggð og sameign beggja jarðanna enda rekinn félagsbúskapur frá upphafi. Hús og land Ærlækjarselsjarða urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftunum miklu…
Nánar

9106

Eftir Upprunamerkingar
Vestaraland Öxarfirði. Ábúendur: Sveinbjörn Aðalgeirsson. Sveinbjörn er þáttakandi í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum landabótasjóðs. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sveinbjörn hefur stundað búskap á Vestaralandi síðan 1982. Lýsing lands og lega þess er sú sama og á Vestaralandi I. Árið 1922 er jörðinni skipt í Vestaraland I og II og eru það helmingaskipti á landi sem hafa haldist síðan. Á þessum jörðum hefur verið rekinn allstór sauðfjárbúskapur og á tímabili var Kristján Jónsson fjárflestur einstaklingur í Öxarfjarðarhreppi. Fénaðargeymsla öll er fremur erfið á Vestaralandi og hættur nokkrar bæði í Jökulsárgljúfrum og Landsárgili. Dæmi eru til að fé hefur hrakið af völdum verðurs í Jökulsárgljúfrið og farist þar. Myndagallerý…
Nánar

9103

Eftir Upprunamerkingar
Lundur Öxarfirði. Ábúendur: Sigurður Tryggvason og Vigdís Sigvarðardóttir. Bændur í Lundi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Sigurður og Vigdís búa í íbúðarhúsi í Lundi en eru með búskap í fjárhúsum sem tilheyra Skinnastöðum. Skólasetur Öxfirðinga frá 1928, byggt á lóð úr landi Ærlækjar (gefið af Oddnýju Jóhannesdóttur, f. 23. nóv. 1855). Var skólinn í Lundi rekinn af Öxfirðingum einum, þó með hléum, til ársins 1965 en þá hófst samstarf á milli Öxfirðinga og Keldhverfinga um rekstur skólanna í Lundi og Skúlagarði þegar Öxfirðingar sendu hluta sinna skólabarna í Skúlagarð en unglingafræðsla (gagnfræðastig) hófst í Lundi fyrir báðar sveitirnar Myndagallerý Senda fyrirspurn á sveitabæ
Nánar

9101

Eftir Upprunamerkingar
Leirhöfn Melrakkasléttu. Ábúendur: Jón Þór Guðmundsson og Hildur Jóhannesdóttir. Bændur í Leirhöfn eru þáttakendur í: Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Við sauðfjárbúskap frá barnsaldri Leirhöfn er landnámsjörð Hún er landstór og landgóð, einkum fyrir sauðfé. Þar hefur verið rekið eitt af stærstu sauðfjárbúum á landi hér. Ræktunarskilyrði eru mjög góð á þurru og grjótlitlu mólendi. Þar er nú búið að rækta stór og grasgefin tún. Bændur af Austur-Sléttu fengu að rækta hér allstór tún og einnig Raufarhafnarbúar. Strandlengjan nær frá Bangsaþúfu upp í Mígindi í Snartarstaðanúp og þaðan liggur land jarðarinnar austur um fjöll í Kambás og frá honum í Merkjaþúfu á Kjalarási og þaðan um Litlu-Geflu í Bangsaþúfu. Leirhafnarfjöll eru…
Nánar

9096

Eftir Upprunamerkingar
Núpur Öxarfirði. Ábúendur: Jón Ingimundarson og Björg Guðmundsdóttir. Bændur á Núpi eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Jón og Björg hafa stundað búskap á Núpi síðan 1976. Býlið Núpur stendur austan þjóðvegar við sunnanverðan Öxarnúpinn. Vestan vegarins rennur Brunnáin og breiðir þar nokkuð úr sér á sandeyrum. Hús jarðarinnar standa í aflíðandi halla og er stutt að snarbrattri brekku Núpsins. Undirlendið milli Brunnár og Öxarnúpsins er tiltölulega mjótt. Á þessu landi var mikið heyjað fyrr á árum en er nú nýtt til beitar fyrir sauðfé og hross. Í suður frá bænum tekur fljótlega við mólendi sem er ákjósanlegt til túnræktar. Útsýni er mikið frá Núpi…
Nánar

9092

Eftir Upprunamerkingar
Snartarstaðir. Ábúendur: Helgi Árnason og Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir. Á lista RML 2019 .yfir bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær og með 29.kg.eða  meira eftir ána Á lista yfir úrvalsbú á landsvísu samkvæmt RML. framleiðsluárið 2015. Bændur á Snartastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Helgi og Sigurlína hafa stundað búskap á jörðinni síðan 1979. Jörðin er stór og landmikil og landið er gott bæði fyrir sauðfé og til ræktunar. Þarna er mikið mólendi og fjallabrekkur, vel grónar, því jörðin á allar suðvesturhlíðar Leirhafnarfjalla og Snartarstaðanúps. Gripahagar eru fremur þröngir, aðallega mýrlendi nærri bæjum. Reka á jörðin á strandlengjunni frá ósi Snartarstaðalækjar…
Nánar

9085

Eftir Upprunamerkingar
Daðastaðir Núpasveit. Ábúendur: Guðrún S Kristjánsdóttir og Gunnar Einarsson. Bændur á Daðastöðum eru þáttakendur í: Bændur græða landið. Uppgræðslu á vegum Landabótasjóðs. Skógræktarverkefni. Gæðastýrðri sauðfjárrækt. Guðrún og Gunnar hafa stundað búskað á Daðastöðum síðan 1982. Syðsta byggt ból í Núpasveit heitir Daðastaðir. Þetta er allstór og landgóð jörð. Bærinn stendur í dalverpi austan undir Öxarnúpi og er bærinn rétt undir brekkum hans. Í vestur, nær sjó, er víðáttumikið mýrlendi, vel gróið og nær allt að björgum er byrja við sjó og ná allt að Núpnum. Naustá kemur af Arnarstaðadal og rennur á milli túna á bæjunum Daðastöðum og Arnarstöðum og þar, örskammt austur af bæ, var…
Nánar