Skip to main content

Gilsbakki Öxarfirði

 Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte.

Bændur á Gilsbakka eru þáttakendur í:

  • Bændur græða landið.

  • Gæðastýrðri sauðfjárrækt.

Hafsteinn og Ann-Charlotte hafa stundað búskap á Gilsbakka síðan 2012.
Gilsbakki er gamalt býli, sem stendur á norðurbakka Gilsbakkaár í norður af Hafrafelli.
Við síðustu uppbyggingu á jörðinni, um 1960, voru hús flutt nokkurn spöl upp
með ánni en þá hafði ekki verið setið á jörðinni um tíu ára skeið. Allt umhverfi
bæjarins er hlýlegt en jafnframt stórbrotið  ekki hvað síst í vorleysingum þegar
Gilsbakkaáin flytur leysingavatn frá stórum svæðum afréttarinnar. Farvegur
hennar er víða mjög þröngur og getur yfirborð vatnsins hækkað á örskömmum
tíma svo metrum skipti. Því fylgir jakaburður og grjótruðningur þegar mestu hlaupin standa yfir.
Land jarðarinnar er ekki stórt en tiltölulega vel gróið og gott sauðland.
Ræktunarland er nokkuð gott en ekki samfellt.haffi1

Myndagallerý

Hér eru ýmsar skemmtilegar myndir frá bænum og fjölskyldunni sem þar býr

Senda fyrirspurn á sveitabæ

Hér getur þú haft samband beint við bóndann á þessum bæ

    Nafn/Name (þarf)

    Netfang/email (þarf)

    Skilaboð/message